Tekjuhæsti fjórðungur í sögu fyrirtækisins
Helstu atriði árshlutareiknings
Hörður Arnarson, forstjóri:
„Fyrsti ársfjórðungur 2018 er sá tekjuhæsti í sögu fyrirtækisins sem skýrist meðal annars af aukinni orkusölu og hærra álverði. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 28% frá sama tímabili í fyrra. Þau ánægjulegu tíðindi bárust á ársfjórðungnum að Moody‘s hækkaði lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar um einn flokk í Baa2 sem endurspeglar bætta rekstrarstöðu og framtíðarhorfur fyrirtækisins.
Í apríl mánuði fór Þeistareykjastöð í fullan 90 MW rekstur, unnið er að stækkun Búrfellsvirkjunar og er áætlað að gangsetning verði um mitt sumar 2018. Fjármunamyndun fyrirtækisins (handbært fé frá rekstri) á fyrsta fjórðungi ársins stóð að fullu undir þessum fjárfestingum og að auki lækkuðu nettó skuldir frá áramótum.“
Viðhengi