Arion banki, sem er íslenskur alhliða banki, tilkynnir hér með að hann hyggist efna til frumútboðs á hlutabréfum í bankanum. Jafnframt er ætlunin að skrá hlutabréf í bankanum í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð. Stefnt er að því að skráning hlutabréfa í bankanum hjá Nasdaq á Íslandi og skráning hlutabréfa í formi svokallaðra SDR (e. Swedish Depository Receipts) hjá Nasdaq í Stokkhólmi fari fram á fyrri hluta ársins að því gefnu að lagaskilyrði séu uppfyllt og markaðsaðstæður leyfi.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Arion banka, www.arionbanki.is/IPO.
Tengiliður:
Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.