Víkjandi skuldabréf að nafnvirði 600 milljónir króna sem Kvika tilkynnti um útgáfu á þann 30. apríl sl. bera 7,50% árlega verðtryggða vexti til lokagjalddaga 8. maí 2028. Skuldabréfin eru innkallanleg af útgefanda á hverjum vaxtagjalddaga frá og með 8. maí 2023.
Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku í síma 540 3200.