Landsbankinn mun halda lokað útboð á víxlum föstudaginn 4. maí 2018 kl. 15:00. Boðnir verða til sölu þrír víxlaflokkar, LBANK 181010 sem er þegar útgefinn flokkur á Nasdaq Iceland og tveir nýir flokkar, LBANK 181112 og LBANK 190510.
Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.