Skeljungur hf.: Uppgjör 1. ársfjórðungs 2018 birt þriðjudaginn 8. maí - kynningarfundur haldinn 9. maí kl. 8:30

Skeljungur hf. mun birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2018 eftir lokun markaðar þriðjudaginn 8. maí nk.

Af því tilefni býður Skeljungur til opins kynningarfundar miðvikudaginn 9. maí, kl. 8:30, á hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, í fundarsal I. Á fundinum munu Hendrik Egholm, forstjóri, og Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna uppgjörið og helstu þætti úr rekstrinum, auk þess sem spurningum fundargesta verður svarað.

Kynningin verður aðgengileg á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is/um-skeljung/fjarfestar/ að fundinum loknum.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka undir merkjunum Skeljungur, Orkan og OrkanX. Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Á Íslandi  eru starfræktar 65 bensínstöðvar og 4 birgðastöðvar. Dótturfélagið Magn er rótgróið félag í Færeyjum sem rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar auk þess að reka 2 birgðastöðvar.  Magn þjónustar einnig og selur olíu til húshitunar til einstaklinga og fyrirtækja í Færeyjum. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.