Nasdaq Iceland hf. („Kauphöllin“) hefur samþykkt beiðni Ríkisútvarpsins ohf. („útgefanda“) um töku skuldabréfa úr viðskiptum (auðkenni: RUV 00 1) á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðun Kauphallarinnar um töku skuldabréfanna úr viðskiptum er tekin með vísan til tilkynningar sem útgefandi birti opinberlega þann 23. apríl 2018.
Síðasti dagur viðskipta með skuldabréfin verður 27. apríl 2018.