Marel kynnir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2018
(Allar upphæðir eru í evrum)
Kröftugur innri vöxtur og góð rekstrarafkoma
Helstu atriði:
Ítarlegri umfjöllun um rekstur og afkomu félagsins má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar (íslenska útgáfan tekur aðeins til helstu þátta uppgjörsins)
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel:
“Árið byrjar vel. Tekjuvöxtur var 14% milli ára með traustum rekstri þar sem EBIT* var 15% af tekjum.
Matvælaiðnaður er að breytast hratt. Neytendur gera sífellt meiri kröfur um holl matvæli á hagstæðu verði sem framleidd eru á sjálfbæran hátt. Að auki eru matvælaöryggi og rekjanleiki lykilatriði fyrir alla aðila virðiskeðjunnar.
Sjóðsstreymi er sterkt og við höldum áfram að fjárfesta kröftuglega í nýsköpun sem og innviðum félagsins. Markmið þessara fjárfestinga er að þjóna þörfum viðskiptavina okkar enn betur og styrkja stöðu okkar sem leiðandi framleiðanda hátækni lausna fyrir kjúklinga-, kjöt- og fiskvinnslur á heimsvísu. Hugbúnaður og samtenging tækja er sífellt vaxandi þáttur í heildarlausnum Marel.
Pantanir dreifðust vel á milli heimssvæða og voru sterkar í öllum iðngreinum. Pantanir námu samtals 329 milljónum evra og hafa aldrei verið hærri. Samheldið teymi 5,500 starfsmanna vinnur af hollustu og eldmóði að því að umbylta matvælaframleiðslu í nánu samstarfi við viðskiptavini og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun fyrir hluthafa.”
Horfur
Í ljósi góðrar rekstrarniðurstöðu og sterkrar pantanabókar, gerir félagið ráð fyrir góðum innri vexti árið 2018.
Marel stefnir að 12% meðalvexti árlega yfir tímabilið 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samstarfi við lykilaðila og yfirtökum á fyrirtækjum.
Áætlaður vöxtur veltur á hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni og verður því ekki línulegur. Gera má ráð fyrir breytilegri afkomu milli ársfjórðunga vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna.
Afkomuefni
Ítarlegri umfjöllun um rekstrarafkomu má finna í enskri útgáfu fréttatilkynningar sem er í viðhengi. Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.
Fjárfestafundur
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 8.30 verður haldinn afkomufundur með markaðsaðilum og fjárfestum. Þar munu Árni Oddur Þórðarson, forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna afkomu félagsins og helstu atriði úr rekstri.
Kynningarfundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Austurhrauni 9 í Garðabæ. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00.
Fundinum verður einnig vefvarpað á www.marel.com/webcast.
Fjárhagsdagatal
2F 2018 – 25. júlí 2018
3F 2018 – 31. október 2018
4F 2018 – 6. febrúar 2019
Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veitir fjárfestatengill félagsins, Tinna Molphy í gegnum netfangið tinna.molphy@marel.com og í síma 563 8603.
Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi:
Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.
Gögn um markaðshlutdeild
Yfirlýsingar um markaðshlutdeild, þar með taldar þær sem varða samkeppnisstöðu Marel, byggjast á utanaðkomandi heimildum og gögnum, svo sem gögnum frá rannsóknastofnunum, iðnaðar- og sölunefndum og hópum, ásamt mati stjórnenda Marel. Séu upplýsingar ekki tiltækar fyrir Marel kunna slíkar yfirlýsingar að vera byggðar á áætlunum og mati utanaðkomandi aðila og/eða stjórnenda. Markaðsstaða er byggð á sölutölum nema annað sé tekið fram.
Sé misræmi á milli uppgjörstilkynninga félagsins á íslensku annars vegar og ensku hins vegar, skal enska útgáfan gilda þar sem tilkynningar eru þýddar af ensku yfir á íslensku.
*Rekstrarniðurstaða aðlöguð fyrir afskrift á óefnislegum eignum sem tengjast yfirtökum (PPA).
Viðhengi