Lánasjóður sveitarfélaga hefur frá áramótum gefið út skuldabréf að fjárhæð samtals 10,1 milljarða að markaðsvirði (9,7 ma.kr. að nafnverði). Sjóðurinn áætlar að gefa út 2 til 3 milljarða til viðbótar á fyrri helmingi ársins og að heildarútgáfa á fyrri helmingi ársins verði því 12-13 milljarðar. Áætluð útgáfa á seinni helmingi ársins er 3 til 4 milljarðar.
Áætluð heildarútgáfa skuldabréfa að markaðsvirði
Áætlun 2018 | 1.H | 2.H | Alls |
Útgáfa skuldabréfa | 12-13 | 3-4 | 15-17 |
Tölur eru í milljörðum ISK.
Frekari upplýsingar veitir Örvar Þór Ólafsson s: 515-4947